- Advertisement -

Eru hvalveiðar atvinna?

„Ég er nú búinn að sjá ýmislegt hérna á þingi en ég man ekki eftir því að hafa oft séð forseta gera ágreining við flutningsmann þingmannafrumvarps um það hvert málið eigi að fara. Mig langar að rekja hér í örstuttu máli rökin fyrir því að þetta mál, mál um bann við hvalveiðum og vernd hvala, eigi heima hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Í fyrsta lagi er þetta frumvarp að meginuppistöðu til breyting á villidýralögum. Umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um þau lög. Við myndum ekkert segja ef fálkaveiðimenn myndu heimta að við færum að leyfa veiðar á fálkum, við myndum ekki fara með það mál til atvinnuveganefndar vegna þess að þarna eru menn að eltast við einhvern nýjan atvinnuveg,“ sagði Píratinn Andrés Ingi Jónsson um ábreining við Birgi Ármannsson, forseta Alþingis.

„Nei, lagabálkurinn sem um ræðir er hjá umhverfis- og samgöngunefnd og þar að auki er fordæmið frá 141. þingi þar sem þingsályktunartillaga um sama efni gekk til umhverfis- og samgöngunefndar. Spurningin er einföld: Teljum við vernd hvala vera umhverfismál eða ætlum við að standa með einhverjum úreltum hugmyndum um hvalveiðar sem atvinnugreinar? Eru hvalveiðar umhverfismál eða efnahagsmál? Er verndun hvala umhverfismál eða efnahagsmál? Umhverfis- og samgöngunefnd er eina rétta nefndin fyrir þetta mál,“ sagði Andrés Ingi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: