- Advertisement -

Færi Trump betur að lesa af spjöldum?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Á örfáum vikum er hann búinn að styggja sína næstu nágranna. Kanada i norðri og Mexikó í suðri. Svo eru það Grænlendingar og Danir. Og ekki má gleyma Evrópusambandinu og Nató.

Ritstjóri Moggans lét ítrekað að því liggja að Joe Biden, honum til minnkunar, hafi lesið ræður sínar af spjöldum. Hann hafi verið hálfgerður grautarhaus og ekki munað eitt né neitt. Það er annað en sá sem nú situr á forsetastóli þar vestra. Færi honum kannski ekki betur að lesa af spjöldum. Hægja aðeins á sér. Og halda sig við það sem stendur a spjöldunum.

Donald Trump sér ekki hljóðnema án þess að stökkva til og enginn veit hvað kemur upp úr forsetanum. Allra síst hann sjálfur. Þetta er mikill galli hjá valdamesta manni jarðkúlunnar. Á örfáum vikum er hann búinn að styggja sína næstu nágranna. Kanada i norðri og Mexikó í suðri. Svo eru það Grænlendingar og Danir. Og ekki má gleyma Evrópusambandinu og Nató.

Donald Trump er maður ófriðar. Þó hann hafi ekki ennþá sent herinn í átök fer samt ekki á milli mála að Trump er skaðræði. Miklu betra væri að hann áttaði sig á vangetu sinni og fengi einhvern til að skrifa á spjöld það sem væri við hæfi að segja hverju sinni. Frekar en þessi ósköp sem fylgja manni sem er uppfullur af vanmætti og brúkar sleggju hvar sem hann kemur og hvar sem hann er.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: