- Advertisement -

„Fjármálaráðherra skilur ekki málið“

Eiríkur Rögnvaldsson prófessor skrifar um mál málanna. Brot Bjarna Benediktssonar og viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar við brotum Bjarna.

„Ég skrifaði fyrir rúmum þremur árum að ég væri „eindregið á þeirri skoðun að enginn heiðarlegur flokksforingi og flokkur geti farið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Miðflokknum – undir núverandi forystu. Ekki vegna málefna – það liggur fyrir að hvaða stjórn sem verður mynduð þarf að gera ýmsar málamiðlanir og undir venjulegum kringumstæðum væri ekkert að því að láta á það reyna um hvað semdist. En siðferðilega er bara algerlega óverjandi að leiða foringja þessara flokka til valda.“

Þetta hefur komið skýrt í ljós núna. Fjármálaráðherra skilur ekki málið. Hann er hluti af elítunni sem alltaf fær sitt fram, þungt haldinn af forréttindablindu og skilur ekkert í þeim æsingi sem þetta smávægilega hliðarspor hans veldur. Segir bara afsakið og finnst að þá eigi allt að vera gleymt. Búið að kyssa á báttið.

Það er óþolandi.

Auðvitað á þetta ekki að koma á óvart. Meðvirkni foringja samstarfsflokkanna veldur hins vegar vonbrigðum. Það er svo sem skiljanlegt að þau vilji ekki krefjast afsagnar – vilji heldur halda saman stjórninni af því að hún er í svo rosalega mikilvægum verkefnum sem engir aðrir geta sinnt. Ég er ósammála, en ég skil þetta samt.

En forsætisráðherra þurfti ekki að segja að athæfi Bjarna væri „afsakanlegt“, og samgönguráðherra þurfti ekkert að segja að það væri nóg að biðjast afsökunar og þar með væri málinu lokið – þrátt fyrir skýrt brot á reglum. Þau gera lítið úr málinu og reyna að drepa því á dreif. Það er óþolandi.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: