- Advertisement -

„Flest ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki voru tækni­lega gjaldþrota um síðustu ára­mót“

Rík­is­stjórn­in og þing­flokk­ar henn­ar vissu þetta mæta­vel.

„Flest ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki hér á landi voru tækni­lega gjaldþrota þegar um síðustu ára­mót, áður en Covid-far­ald­ur­inn hófst. Það tjáði einn helsti talsmaður ferðaþjón­ust­unn­ar í mín eyru í mars,,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í Moggann.

„Rík­is­stjórn­in og þing­flokk­ar henn­ar vissu þetta mæta­vel og hafa vitað all­an tím­ann. Höf­um við verið að moka fé í fyr­ir­tæki sem hvort eð er voru kom­in á von­ar­völ. Höf­um við hætt öllu, með því að létta á höml­um vegna Covid til að „bjarga“ rekstri sem hvort eð er var á von­ar­völ fyr­ir löngu?“

Inga er ósátt: „Hvernig ætl­um við nú að bregðast við nýj­ustu aukn­ingu í smit­um? Er ekki rétt­ast að grípa ákveðið í taum­ana og setja nú þegar á sam­komu­bönn og tak­mark­an­ir eins og við gerðum í mars og apríl? Það er greini­lega það eina sem dug­ar til að vinna bug á smiti. Reynsl­an í vor kenndi okk­ur það með af­ger­andi hætti.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Inga Sæland: Fórn­ar­kostnaður­inn er órétt­læt­an­leg­ur með öllu.
Skjáskot: RÚV.

Inga vill herða á komu erlendra ferðamanna.

„Við get­um ekki leyft okk­ur að fara inn í haustið með vax­andi og jafn­vel háa smittíðni í sam­fé­lag­inu. Það mun kosta að við get­um ekki opnað fram­halds- og há­skóla, og jafn­vel ekki held­ur grunn­skól­ana. Vilj­um við þurfa að taka slík­ar ákv­arðanir?

Það blas­ir við að kór­ónu­veirufar­aldr­in­um er hvergi lokið. Áhætt­an sem verið er að taka með því að hafa of rúm sam­göngu­skil­yrði er gíf­ur­leg. Ekk­ert má út af bera til að ekki komi upp til­felli sem geta reynst afar dýr. Dæmið um farþega­skipið Roald Amundsen í Nor­egi ætti að segja okk­ur allt um það. Pest­in er að gjósa upp á ný í Fær­eyj­um þar sem menn töldu sig hafa út­rýmt henni með því að loka land­inu og hefja um­fangs­mikla sýna­töku og smitrakn­ingu.

Sagt er að við eig­um að læra að lifa með Covid. Ég vil geta lifað án Covid ef þess er nokk­ur kost­ur og Ísland var jú orðið Covid-frítt. Ef það kost­ar það að við verðum að setja á mjög strang­ar tak­mark­an­ir á ferðir fólks til og frá land­inu þar til tekst að þróa bólu­efni þá verður svo að vera. Að ætla okk­ur að læra að lifa með þess­ari pest kost­ar ein­fald­lega of mikið. Fórn­ar­kostnaður­inn er órétt­læt­an­leg­ur með öllu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: