- Advertisement -

Fólkið vantreystir viðskiptamönnum

Verðbréfaeign heimila er ekki aðeins lítil í sögulegum samanburði heldur einnig í norrænum samanburði.

„Við lok árs 2018 var verðbréfaeign heimilanna aðeins um 7,6% af heildareignum og hefur ekki mælst minni frá því að mælingar hófust. Hæst fór hlutfallið í ríflega 14% árið 2007 en féll niður í 8,6% við fjármálahrunið 2008 og hefur í raun ekki náð sér á strik síðan. Verðbréfaeign heimila er ekki aðeins lítil í sögulegum samanburði heldur einnig í norrænum samanburði,“ þetta er úr þingræðu Óla Björn Kárasonar sem vill að fjárfestingar almennings í viðskiptalífinu njóti skattaafsláttar.

Ljóst er að fólk treystir ekki viðskiptafólki fyrir sparnaði sínum. Óli Björn sagði:

„Bein eignarhlutdeild einstaklinga í markaðsvirði skráðra hlutabréfa á Íslandi er nú einungis um 4–5% samanborið við 11–17% á árunum 2002–2007. Hin litla beina þátttaka almennings er áhyggjuefni bæði með hliðsjón af hagsmunum einstaklinganna sjálfra sem og íslensks atvinnulífs. Það kemur ekki á sama stað niður að einstaklingar fjárfesti óbeint í hlutabréfum í gegnum lífeyrissjóði og, í takmörkuðum mæli, verðbréfasjóði.“

Við eigum að opna á þann möguleika fyrir íslenskan almenning.

Fólkið sem tapaði við hrunið hefur greinilega ekki vilja til að endurtaka leikinn. Efast greinilega. Að vonum. Óli Björn sagði einnig í von sinni um að sparipeningar fólks verði settir í áhættufjárfestingar:

„Ég vil að lokum bara ítreka: Við stöndum á ákveðnum tímamótum þegar kemur að endurreisn íslensks atvinnulífs. Við eigum að opna á þann möguleika fyrir íslenskan almenning að taka þátt með beinum hætti í þeirri endurreisn vegna þess að það mun skipta máli fyrir okkur öll hvernig til tekst varðandi lífskjör hér á komandi árum og áratugum. En við eigum líka að hafa í huga að með því að auka möguleika einstaklinga og heimilanna á að taka með beinum hætti þátt í endurreisninni með skattalegum ívilnunum, eins og hér er lagt til, þá eru líkur á því að hér verði til vaxtarfyrirtæki, sprotafyrirtæki, nýsköpunarfyrirtæki, sem geti með skráningu á hlutabréfamarkaði sótt sér áhættufé í reksturinn. Við munum njóta þess öll sameiginlega.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: