- Advertisement -

Framsókn: Fólk er hrætt við öfga gegn konum, börnum og samkynheigð

Stjórnmál „Við virðumst vera betri í að vekja á okkur athygli,“ sagði Guðfinna J. Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, í þættinum Sprengsiandur á Bylgjunni í morgun, aðspurð um þá athygli sem flokkurinn fær nú skömmu fyrir kosningar og vitnað var til að Framsóknarflokkurinn var ráðandi í umræðunni fyrir þingkosningarnar í fyrra.

Það eru deildar meiningar um moskumálið innan flokksins.

„Já, ég held að þetta sé erfitt mál fyrir alla og það séu skiptar skoðanir um að í þjóðfélaginu öllu. Ég held að þetta sé eitt af þeim málum sem við þurfum að ræða, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við höfum verið að hitta fólk og þetta brennur á fólki. Ég viðurkenni að ég áttaði mig ekki á því áður en ég fór útí kosningabaráttuna, en það er ekki nema mánuður síðan ég ákvað að fara í framboð. Það kom mér á óvart hvað þetta brennur á fólki.“

En hafði þetta brunnið á þér áður?

„Nei, veistu að ég hafði bara ekki velt þessu neitt fyrir mér. Ég var ekkert að velta þessu fyrir mér. Ég verð að viðurkenna það.“

Hefur afstaða þín breyst?

„Já, margir hafa áhyggjur. Mín skoðun er sú að það á að virða alla trú og auðvitað eru allsstaðar til öfgahópar, kristnir, múslimar og svo framvegis. En fólk er hrætt, það er hrætt vegna þess að það eru ákveðnir öfgar varðandi kvenfrelsi, börn, móti samkynhneigðum og svo framvegis. Fólk er hrætt við þetta.“

Ertu þeirrar trúar að það sé rangt að leyfa byggingu mosku þar sem fyrirhuguð bygging á að verða?

„Við verðum að ræða þetta mál. Ég verð að segja að mér finnst rangt að trúfélögum séu gefnar lóðir og það á við um öll trúfélög,“ sagði Guðfinna J. Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: