- Advertisement -

Framsókn vill í hrútakofann

Leiðari Það var ljótur leikur Framsóknar að draga þrjá stjórnmálaflokka og þjóðina sjálfa á asnaeyrunum í marga daga. Flest höfðum við grun um að Framsókn langaði meira í skjól með stóru strákunum. Þar tíðkast stjórnmál sem flestir kunna, þekkja og vilja.

Þjóðin þarfnast, jafnvel meira en flests annað, að traust verði byggt milli þings og þjóðar. Enginn stjórnmálamaður er líklegri til að geta lagað það sem aflaga hefur farið en vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir. Nú er ljóst að Framsókn óttaðist að kalt yrði í skugganum sem myndast þar sem Katrín er.

Það yrði eftir öllu ef þeir setjast saman við borðið; Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Vonandi er hrútakofi að Syðra Langholti. Hrútakofi yrði við hæfi fyrir þá þrjá, svo mikið er víst.

Hvern þeir fá til að taka að sér hlutverk Óttars Proppé og Bjartar framtíðar er spurningin sem ekkert svar er við. Inga Sæland og Dressmanntríóið hennar er líklegast til að fórna sér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: