- Advertisement -

Frítekjumarkið óbreytt í tíu ár

 „Eru menn ekki í raun og veru með yfirboð hér? Það hljómar þannig í mín eyru. Flest af því sem sagt er til að veita stjórninni aðhald núna finnst mér vera í raun og veru: Þið eruð á hárréttri leið. Þið þurfið bara að gera aðeins meira,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi. Hann var þar að svara ræðu Oddnýjar Harðardóttur, en hún vék meðal annars að frítekjumarki vegna launatekna:

„Fyrst vil ég nefna frítekjumark vegna launatekna. Eins og hæstvirtur ráðherra fór yfir hér áðan er það 109.600 kr. á mánuði. Það sem þarf að skoða í þessu samhengi er að það var líka sú sama upphæð árið 2010, það hefur staðið óbreytt. Ef þessi upphæð, þetta frítekjumark vegna launatekna öryrkja, hefði fylgt raunverulegri launaþróun þá stæði það í um 200.000 kr. í dag. Ég held að það sjái hver maður að þessu þarf að breyta. Það þarf að stíga ákveðin skref í þá átt að hækka frítekjumarkið vegna launatekna. Það á ekki að vera innbyggt í almannatryggingakerfið okkar að letja fólk, sem þó getur stundum unnið, til að vinna. Þegar skerðingarnar eru svona grimmar vegna launatekna eins og þær eru í almannatryggingakerfinu getur það líka hreinlega leitt fólk í fátækragildru sem margir eru í hér á landi. Við þurfum að losa um þá gildru. Síðan þarf líka að hækka grunninn með sama hætti, þ.e. miða við raunverulega launaþróun, í ellilífeyri og örorku- og endurhæfingarlífeyri, hækka grunninn og láta hann fylgja raunverulegri launaþróun.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: