- Advertisement -

Frumvarp um varanlegt hvalveiðibann

Fjöldi stjórnarandstæðinga á Alþingi hefur lagt fram lagafrumvarp um varanlegt bann við hvalveiðum.

Í greinargerðinni sem dæmi frá því að sennilega voru Íslendingar brautryðjendur í friðun hvala:

„Hvalveiðar hafa verið stundaðar kringum landið öldum saman en fyrst og fremst af erlendum hvalföngurum. Baskar, Hollendingar, Frakkar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Danir og Norðmenn veiddu hval á Íslandsmiðum og þróuðu aðferðir til að drepa sem flest dýr með sem árangursríkustum hætti. Þegar leið á 19. öld var stofnað til hvalveiðistöðva á nokkrum stöðum á Íslandi. Sóðaskapur var mikill og rotnandi hvalhræ látin liggja í fjöru eftir að búið var að hirða af þeim það sem auðveldast var að koma í verð. Tækninýjungar, svo sem hraðskreiðari skip og veiðarfæri, urðu til þess að ofveiði varð gríðarleg og þrengdu þær mjög að hvalastofnum.
    Á meðan erlendar áhafnir sópuðu upp hval reyndu íslensk stjórnvöld af veikum mætti að hafa stjórn á starfseminni. Svo vill til að Íslendingar eru frumkvöðlar í friðun hvala á heimsvísu. Strax árið 1886 voru hvalveiðar bannaðar á sumrin innan þriggja mílna lögsögu en það hafði lítil áhrif enda hægt að veiða utan við mílurnar þrjár og draga aflann í næstu hvalveiðistöð. Íslenskir sjómenn voru almennt á móti hvalveiðum því að þær trufluðu aðrar veiðar. Alþingi bannaði hvalveiðar í tíu ár frá árinu 1915 og það bann var framlengt til 1928.“

Í greinagerðinni eru ýmis rök fyrir stöðvun hvalveiða:

Þú gætir haft áhuga á þessum

 Ýmis rök má færa gegn hvalveiðum. Hér verða eftirfarandi sjónarmið reifuð:
     –      Hvalveiðar eru andstæðar lögum um velferð dýra.
     –      Meiri hluti almennings er á móti hvalveiðum.
     –      Hvalveiðar eru ekki íslenskur menningararfur.
     –      Efnahagur og viðskiptasambönd eru í húfi.
     –      Hvalir eru mikilvægir í vistkerfi sjávar þar sem þeir binda kolefni og framleiða súrefni.
     –      Ísland á að vera leiðandi fyrirmynd þegar kemur að verndun hafsvæða og dýrategunda í hafinu.

Þessir þingmenn leggja frumvarpið fram:

Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Inga Sæland, Oddný G. Harðardóttir, Sigmar Guðmundsson, Tómas A. Tómasson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: