- Advertisement -

Fýluferð Ólafs

Ómögulegt er að segja hvaða erindi Ólafur Ólafsson taldi sig eiga á fund þingnefndarinnar. Helst er að hann hafi verið viss um að athyglin sem hann fengi myndi nýtast honum til að komast í samband við þjóðina. Þá gæti hann talað sínu máli og snúið hug þjóðarinnar, sér í hag. Ef svo er, er sjálfstraust hans sé nánast ótakmarkað.

Staða Ólafs er slík, að engu skiptir hvort hann segir satt eða lýgur. Honum er ekki trúað. Það að ætla sér að mæta fyrir þingnefnd og fjölmiðla í framhaldi var vitavonlaus tilreun. Ekki síst þar sem hann hélt áfram að bera fyrir sig minnisleysi og það svo miklu að ekki er nokkur leið að trúa honum.

Hvað sem er og hvað sem verður. Þá var ákvörðun hans um að sækjast eftir að koma á nefndarfundinn einungis til að gera stöðu hans verri. Og var hún ekki góð fyrir.

Ég hef áður skrifað um Ólaf, sjá hér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Annars hef ég afar takmarkaðan áhuga á Ólafi og málsvörnum hans.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: