- Advertisement -

Gróft framhjáhald í fréttum Rúv

Það var nánast vont að hlusta á minn ágæta vin, Brynjólf Þór Guðmundsson fréttamann, flytja frétt sína í kvöld. Hann talaði við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Samtal þeirra var vegna fréttar á turisti.is, en hvorugt þeirra hafði vilja til að geta þess hvaðan þau höfðu upplýsingarnar sem þau þó fjölluðu um.

Það er erfitt að reka litla fjölmiðla. Ekkert má út af bera. Það er vont fyrir þá litlu að búa við að margra daga vinna, við heimildaöflun útreikninga og annað, sé tekin ófrjálsri hendi. Og það af ríkisfjölmiðlinum.

Aðkoma Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki betri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vil taka fram að mér er málið skylt, þar sem ritstjóri Túrista er sonur minn. Það breytir ekki að svona yfirgangur og fantaskapur er óþolandi.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: