- Advertisement -

Hamfarafélagið og Framsókn

Eitt af því augljósasta í íslenskum stjórnmálum eru átökin innan Framsóknarflokksins. Þó er af nógu að taka. Engum dylst vandi Viðreisnar sem og Bjartrar framtíðar. Svo einhver dæmi séu tekin.

Framsóknarflokkurinn er í nánast óbærilegri stöðu og hefur samþykkt að halda henni áfram þar til í janúar þegar flokksþing verður haldið. Flokksþing þar sem uppgjör fara fram.

Nýjast er stofnun Framfarafélags Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson. Fyrir Framsóknarflokkinn kann félagið að boða hamfarir, verði hamfarafélag en ekki framfarafélag.

Hvað sem gert var að tjaldabaki á síðasta flokksþingi býr Framsóknarflokkurinn við það að formaðurinn fyrrverandi getur ekki sæst á niðurstöðuna og að auki er hann þannig maður að hann gefst ekki upp. Hann heldur áfram út í hið óendanlega. Jafnvel þó það verði banamein flokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður er ekki á réttum stað. Það er miðað við það ástand sem ríkir innan flokksins. Svo virðist sem hann sé ekki sá stríðsmaður sem þarf til að standa í því sem á dynur.

Ekki er einungis tekist á um Sigmund Davíð og Sigurð Inga. Framsóknarflokkurinn verður ekki sá sami undir stjórn Sigmundar Davíðs og undir stjórn Sigurðar Inga. Átökin ná líka þangað. Fari svo að Sigmundur Davíð komist aftur til valda í flokknum mun andstaða gegn Framsókn aukast. Ekki ef Sigurður Ingi verður áfram formaður, eða ef Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við.

Sigmundur Davíð kallar á sterkari viðbrögð, innan flokks og utan, en aðrir nústarfandi stjórnmálamenn.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: