- Advertisement -

„Hamlandi að standa ekki réttu megin í pólitík á Íslandi eins og dæmin sýna“

„…tók ég samt formann Röskvu af CV-inu til að stuða ekki fólk sem er hægra megin í lífinu.“

Finnur Pálmi Magnússon sá um tölvumál Stjórnlagaráðs 2011 með miklum brag og lagði þar grunninn að frábæru gagnvirku tölvukerfi sem gerði ráðsmönnum kleift að deila vinnu sinni með og þiggja ráð frá fólkinu í landinu o.m.fl. Finnur Pálmi hefur síðan þá veitt eftirsótta tölvuráðgjöf við stjórnarskrársmíð í öðrum löndum,“ skrifaði Þorvaldur Gylfason á Facebook. Og síðan þetta:

„Mér bregður þegar ég sé hann segja þetta hér á Fb fyrr í kvöld:

„Ég var spurður út í pólitík þegar ég sótti um hjá Stjórnlagaráði. Eftir það tók ég samt formann Röskvu af CV-inu til að stuða ekki fólk sem er hægra megin í lífinu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Formennska mín í Röskvu kom til umræðu.

Ekki hafði ég hugmynd um þetta. Hver spurði þig, Finnur, og um hvað nákvæmlega?“

Finnur Pálmi Magnússon svaraði Þorvaldi: „Þetta er svo langt síðan að ég man ekki spurningarnar nákvæmlega. Ég skynjaði það bara að það væru einhverjar áhyggjur af því að ég hefði tjáð mig um eitt og annað í pólitík á twitter og facebook eins og ég hef alltaf gert. Formennska mín í Röskvu kom til umræðu í þessu samhengi. Ég man bara að mér fannst þetta ekki eðlilegt hafandi unnið í Bretlandi og kynnst því hvað má spyrja um í atvinnuviðtölum og hvað ekki. En gerði svosem ekkert úr þessu þar sem ég fékk starfið og var spenntur fyrir því. Það er samt klárlega hamlandi að standa ekki réttu megin í pólitík á Íslandi eins og dæmin sýna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: