- Advertisement -

Hanna Birna vill selja hlut í Landsvirkjun

Stjórnmál Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjáflstæðisflokksins og innanríkisráðherra, sagðist í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, vera fullkomlega sammála Bjarna Benedtikssyni, formanni flokksins og fjármálaráðherra, að til greina komi að selja hlut í Landsvirkjun.

„Bjarni Benediktsson var að varpa fram hugmynd um það, og til umræðu, hvort ætti að hleypa lífeyrissjóðunum að Landsvirkjun, bæði til að koma á móts við þörf ríkissjóðs og til að koma á móts við þarfir lífeyrissjóðanna.“

Styður þú það?

„Ég styð það. Ég er sammála Bjarna.“

Munt þú berjast fyrir því innan ríkisstjórnarinnar?

„Bjarni Benediktsson er að gera það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur írerkað rætt á sínum landsfundum.  Bjarni hefur ítrekað sagt, og ég líka, að við viljum skoða ákveðnar leiðir, en það þýðir ekki að við ætlum að einkavæða Landsvirkjun.“

Svandís Svavarsdóttir undraði sig á orðum Bjarna um sölu í Landsvirkun og minntist á viðbrögð Eyglóar Harðardóttur vegna orða Bjarna, en Eygló þvertók fyrir að samstaða myndi verða innan ríkisstjórnarinnar um sölu á hlut í Landsvirkjun.

„Það er þannig að við fáum að vera áfram í Sjálfstæðisflokknum og þau í Framsóknarflokknum,“ sagði Hanna Birna. „Það sem formaður Sjálfsæðisflokksins sagði á ekki að koma neinum á óvart.“

Það kom Framsóknarflokknum á óvart.

„Þeir eru ekki í sama flokki og við,“ sagði Hanna Birna,

Óttar Proppé sagði skýrt að Björt framtíð muni ekki styðja einkavæðingu Landsvirkjunar.

Hér er samtalskaflinn sem þetta var rætt í þættinum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: