- Advertisement -

Hundalógík Davíðs Oddssonar

Þess­ir flokk­ar neita svo að gang­ast við ábyrgðinni og fara helst í fjar­stæðukennd­ar umræður um evru og ESB þegar ræða á vand­ann.

Davíð Oddsson.

Staksteinar Davíðs í Moggaræflinum eru flottir og fínir. Þar skrifar Davíð um þá tvo flokka sem mælast með mest fylgi þessa dagana, Samfylkingu og Viðreisn. Davíð skilur ekkert í þessu:

„Sér­kenni­legt er að tveir þeirra flokka sem hvað mesta ábyrgð bera á verðbólgu og háum vöxt­um hér á landi, auk þess að hafa lök­ustu lausn­irn­ar á því ástandi, mæl­ast þessa dag­ana með mesta fylgið í skoðana­könn­un­um.“

Hvernig í ósköpunum fær karlinn þetta til að passa? Flokkurinn hans hefur farið með efnahagsmálin lengur en flestir muna. Davíð hefur orðið viðskila við þjóðina. Og það ekki í fyrsta sinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…og hindrað upp­bygg­ingu á nægu íbúðar­hús­næði.

Einu sinni var sungið um Davíð: „Það er gustur í hárinu á honum og heilanum undir því.“ Kíkjum í heimsókn:

„Sam­fylk­ing­in og Viðreisn hafa um ára­bil haft mest um stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar að segja, einkum Sam­fylk­ing­in, auk þess að styðjast við Pírata og ým­ist Vinstri græna eða Fram­sókn­ar­flokk­inn. Pír­öt­um er sam­kvæmt könn­un­um refsað fyr­ir ástandið, sem er eðli­legt, en Sam­fylk­ing og Viðreisn sleppa.“

Dadadadadd. Það er svo sem flugufótur í þessum kafla. Hvernig fær hann þetta út?

„Þess­ir flokk­ar hafa lengi haldið lóðafram­boði í Reykja­vík niðri og hindrað upp­bygg­ingu á nægu íbúðar­hús­næði. Þess í stað hafa þeir boðið dýrt bygg­ing­ar­land á þétt­ing­ar­reit­um þar sem íbúðir rísa hægt og eru mjög dýr­ar miðað við það sem hægt væri að bjóða á nýj­um svæðum.“

Auðskilið er að það fari um Valhellinga í þeirri stöðu sem nú er. Þeirra er og verður mesta ábyrgðin. Davíð fékk 13,7 prósent þegar hann bauð sig til forseta. Nú hefur flokkurinn lagst við hlið hans. Þrettán prósenta flokkur og allt öðrum að kenna. Er hægt að vera aumari en þetta. Meira úr Staksteinum:

Þetta hef­ur keyrt upp verðbólgu og í fram­hald­inu vexti. Al­menn­ing­ur borg­ar brús­ann.

Þess­ir flokk­ar neita svo að gang­ast við ábyrgðinni og fara helst í fjar­stæðukennd­ar umræður um evru og ESB þegar ræða á vand­ann. Og nú virðast þeir daðra við sam­starf að kosn­ing­um lokn­um. Íslensk­ur al­menn­ing­ur hef­ur ekki efni á að færa gjaldþrota Reykja­vík­ur­mód­elið yfir á lands­mál­in.“

Ekki er von til að Valhallarflokkurinn nái sér á strik sé andinn innan flokksins eins og Davíð skrifar í Staksteinum dagsins.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: