- Advertisement -

Hundrað milljarða hali

„…þannig að ég held að við þurfum aðeins að horfa á þetta með breiðara sjónarhorni en við höfum gert hingað til…“

„Vegagerðin hefur áætlað að uppsöfnuð viðhaldsþörf á þjóðvegakerfinu sé á bilinu 70–80 milljarðar. Isavia hefur áætlað að uppsöfnuð þörf í flugvallakerfinu sé um 20 milljarðar. Þetta eru verulegir fjármunir, virðulegur forseti,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki.

Þarna kemur fram að vegagerðin og Isavia eru um eitt hundrað milljörðum á eftir með framkvæmdir.

„Til framtíðar er því nauðsynlegt að fjárfesting í samgönguinnviðum verði nægjanleg til þess að tryggja öryggi og að samgöngukerfið geti komið til móts við þarfir þjóðar og þróun okkar mörgu atvinnuvega alls staðar um landið og ferðaþjónustunnar sömuleiðis. Með fjárveitingu þeirri sem lögð er til á tímabilinu má að öllum líkindum leggja bundið slitlag á um 525 km. Lagt er til að skipting fjárins fari eftir umferð og lengd tengivega á hverju svæði án bundins slitlags. Heimilt er einnig að nota fjárveitingu til að framkvæma á héraðsvegum sem gegna hlutverki tengivega og eftir atvikum einnig á umferðarlitlum stofnvegum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég vil í þessu samhengi aðeins ítreka mína skoðun á þessu máli. Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar Vegagerðin er að meta þessa vegi að það sé horft til fleiri þátta en bara umferðarþunga. Það skiptir máli að það sé horft til íbúasamsetningar, þ.e. hvernig búin eru eða bæirnir sem eru við viðkomandi veg, er um skólaakstur að ræða, er atvinnustarfsemi eða þess háttar, þannig að ég held að við þurfum aðeins að horfa á þetta með breiðara sjónarhorni en við höfum gert hingað til,“ sagði Stefán Vagn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: