- Advertisement -

Hvað með hliðargjaldmiðil við hlið krónunnar?

Þetta eru íslenskar krónur, fjármagnaðar með íslenskum krónum, af ríkissjóði nánar tiltekið.

„Það má spyrja hvað gerist ef við gefum út nýjan gjaldmiðil, annan gjaldmiðil en íslensku krónuna samhliða, svokallaðan hliðargjaldmiðil, sem er hannaður til að ná tilteknu markmiði? Hvað gerist þá? Hvað þá, virðulegi forseti?“

Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson í umræðu um svokallaða sumargjöf.

„Ég held að sú spurning sé efni í mjög viðamikla og áhugaverða umræðu vegna þess að í frumvarpinu koma slík markmið fram. Markmiðið hér er að efla eftirspurn eftir innlendri þjónustu, sér í lagi á sviði ferðaþjónustu, afþreyingar að einhverju leyti, veitingaiðnaðar og þess háttar, eins og kemur fram í frumvarpinu. Það sem meira er er að þessar ferðagjafir, eins og þær eru kallaðar, renna út í lok ársins. Fólk verður að eyða þeim á þessu ári til að ferðagjöfin haldi gildi. Samt eru þetta bara íslenskar krónur,“ sagði Helgi Hrafn.

Skömmu fyrr i ræðunni sagði hann: „Þannig vill til að Píratar eru með frekar gamla stefnu sem mér datt reyndar í hug um daginn að fara að endurvekja og hún fjallar um að gera svokallaða hliðargjaldmiðla mögulega. Nú átta ég mig á því að þetta frumvarp felur ekki í sér útgáfu hliðargjaldmiðils. Þetta eru íslenskar krónur, fjármagnaðar með íslenskum krónum, af ríkissjóði nánar tiltekið.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: