- Advertisement -

Hvað var Ásmundur að gera í SUS?

Brynjar Níelsson tók til máls um frumvarp um neyslurými, sem hann er á móti. Hann sagði meðal annars þetta í ræðu sinni: „Þá hugsar maður: Hvað ætlum við að gera við þá fíkla? Eru þessir spilakassar, þessar sjoppur sem þeir eru í, ekki fínasta neyslurými? Ég var bara að bíða eftir því að fá andsvar. Er það ekki fínasta neyslurými?“

Síðar í ræðunni tók krók á máli sínu og hnýtti í félaga sinn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Ásmund Friðriksson:

„Ég er auðvitað ekki sérstaklega sammála háttvirtum þingmanni Ásmundi Friðrikssyni þegar kemur að ávana- og fíkniefnum, og áfengi sérstaklega. Hann sagði í ræðu sinni að hann hefði gengið í SUS og verið í stjórn þar tvítugur og verið alveg á móti afnámi einkasölu ríkisins á áfengi. Ég velti því þá fyrir mér hvað hann hefði verið að gera í SUS. En það er annað mál.“

Fyrir áhugasama er unnt að lesa alla ræðu Brynjars hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: