- Advertisement -

Hvers eiga Íslendingar að gjalda?

Það er ekki nóg að versta veðrið, í Evrópu, sé á Íslandi. Að auki búum við, við spilltustu stjórnvöld í allri norðanverðri álfunni. Og jafnvel þó víðar væri leitað.

Veðrið er að verða að jafnaði einsog leiðinlegasta haustveður. Lífsgildi okkar eru þess vegna ekki þau sömu og ef betur viðraði. Nóg um það, enda ekkert hægt að gera við því.

Hitt er alvarlegra. Spillingin hér er yfirþyrmandi. Og meiri en víðast. Oftast er það Sjálfstæðisflokkurinn sem leikur þar aðalhlutverkið. Þó ekki alltaf einn og sér.

Í gær upplýstist að oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnafirði lét bæjarsjóð kaupa fyrir sig viðtal í Fréttablaðinu. Hvorutveggja er hreint geggjað. Að kaupa viðtal og svo hitt, að fjölmiðill selji fólki viðtöl. Það er meiðandi vont. Þetta er skammarlegt fyrir bæði Rósu Guðbjartsdóttur sem og Fréttablaðið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sama dag kynnti Sjálfstæðisflokkurinn nýja kosningastefnu í Reykjavík, þar sem þeir  stóðu hlið við hlið, Bjarni Benediktsson og Eyþór Arnalds, tveir margreyndir í peningaspilum markaðarins. Látum árangur þeirra þar liggja á milli hluta.

Svo er það Kópavogur þar sem undir forystu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Sjálfstæðsiflokksins, voru laun bæjarstjórans sem og annarra í bæjarstjórn hækkuð stjarnfræðilega og gert var tilraun til að fela hækkunina fyrir bæjarbúum. Sem betur fór tókst ekki.

Auk fulltrúa Sjálfstæðisflokksins tóku þátt í samsærinu fulltrúar systraflokkanna í ríkisstjórnin, VG og Framsóknar og svo leyfarnar af Bjartri framtíð, en hún er í meirihluta með Ármanni og hans nánustu félögum.

Það sem hér er rakið er það sem rekið hefur á fjörur okkar aðeins síðustu tvo daga. Eflaust er margt meira sem almenningur eða fjölmiðlar vita ekki um. Þetta er óþolandi spilling.

Næst er freistivandi Bjarna Benediktsson. Hann dauðlangar í, fyrir sig og sinna, Landsvirkjun eða Landsnet. Bjarni er heppinn, trúlega er engin fyrirstaða í samsetuflokkunum í ríkisstjórn spilltasta landsins.

Annan laugardag getur fólk sýnt hug sinn þegar það gengur að kjörborðinu. Við viljum þetta ekki.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: