- Advertisement -

Inga brýnir kutann

Stjórnmál „Fjárlagafrumvarpið sýnir það og sannar, svo ekki verður um villst, hvar áherslurnar liggja. Hverjir og hvað það er sem er númer eitt í forgangsröðinni? Eitt er víst að það eru ekki öryrkjar. Ég á einfaldlega erfitt með að skilja þessa ótrúlegu lítilsvirðingu sem þeim er sýnd,“ segir meðal annars í grein sem Inga Sæland, formaður Flokks fólksins skrifar og birt er í Morgunblaðinu í dag.

Af lestri greinarinnar er ljóst að Inga hefur orðið fyrir vonbrigðum með ríkisstjórnina og hún ætlar að berjast.

„Ég stofnaði Flokk fólksins til að berjast fyrir okkur, berjast fyrir alla þá sem höllustum fæti standa í samfélaginu. Nú hafið þið valið mig til verksins ásamt þeim hugsjóna- og dugnaðarmönnum sem sitja með mér á Alþingi Íslendinga:“ „Um leið og ég þakka ykkur öllum sem sett hafa traust sitt á mig, vil ég segja ykkur það í algjörum trúnaði að ég hef engu gleymt. Ég er komin í vinnu fyrir fólkið mitt, alla þá sem þurfa á kröftum mínum og baráttuþreki að halda.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: