- Advertisement -

Inga: „Ég er bara það gróf í mínum málflutningi“

…og skólarnir og íþróttir og allt.

„Stjórnvöld eiga að gera meira en hugsa bara um efnahagsáhrifin. Ég þarf ekki að segja bara af því að þetta er náttúrlega alveg hrikaleg holskefla og hár brimskafl sem við erum að sigla í gegnum núna. Það breytir ekki þeirri staðreynd að við gætum hafa losnað við tugi ef ekki hundruð milljarða ef við hefðum tekið öðruvísi á málum, ef við hefðum í rauninni algjörlega komið í veg fyrir að flytja veiruna inn nema í einhverjum undantekningartilfellum,“ sagði Inga Sæland í þingræðu um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur um heimildir til útgöngubanns.

„Auðvitað hefðum við ekki getað lokað á að okkar eigin þegnar kæmu til landsins en auðveldara hefði verið að halda utan um það. Auðvitað hefðum við ekki getað lokað á aðflutning á vörum og þjónustu eða neitt slíkt. Það er enginn að tala um það. En með þeim aðgerðum sem þó eru á landamærunum höfum við komið í veg fyrir að a.m.k. um 300 afbrigði veirunnar kæmu inn til landsins,“ sagði Inga.

„Við erum samt sem áður að glíma við þennan faraldur og skelfilegan dauða, ótímabæran í sumum tilvikum að mínu mati. Ég bara er þannig. Ég er bara það gróf í mínum málflutningi. Við værum ekki með neina lokunarstyrki, við værum ekki að ganga um með grímur, það væri ekki tveggja metra regla og sprittbrúsar á hverju horni, við værum ekki að koma í veg fyrir að fólk hittist, færi út að borða og færi í leikhúsið, tónleikarnir væru á fleygiferð og leikhúsin og allt saman og skólarnir og íþróttir og allt. Það eina sem við hefðum þurft að horfast í augu við að hefði hrunið í fangið á okkur væri gulleggið okkar, þriðja gulleggið okkar í körfunni, ferðaþjónustan. Að öðru leyti hefði samfélagið okkar getað gengið algerlega smurt og snurðulaust fyrir sig nema í einhverjum fáum undantekningartilvikum. Þar er ég stödd,“ sagði Inga.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: