- Advertisement -

Kosningaloforð Vg fóru fyrir lítið

„Kosningaloforðin fóru fyrir lítið í stjórnarmyndunarviðræðunum en Vinstri græn geta líklega vel við unað þótt þau hafi sleppt flestu því besta úr eigin stefnu og unnið ötullega að því versta,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni í gærkvöld.

„Eftir kjörtímabilið er heilbrigðiskerfið í sannkallaðri krísu, biðlistar lengjast, fólk er sent til útlanda í aðgerðir þótt það kosti þrefalt meira en að gera sams konar aðgerðir á sams konar stofnun á Íslandi. Nú á meira að segja að loka Domus Medica eftir 55 ára farsælt starf vegna þeirra aðstæðna sem ríkisstjórnin hefur búið starfseminni,“ sagði hann.

Og svo þetta: „Báknið hefur aldrei verið stærra og það er fjármagnað með skattgreiðslum almennings. Eftir höfðinu dansa limirnir og forsætisráðuneytið hefur vaxið hraðar á þessu kjörtímabili en nokkru sinni fyrr. Skattar á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi. Auk þess hefur ríkisstjórnin hækkað hin ýmsu gjöld og bætt nýjum við. Við þurfum hvetjandi skattkerfi, kerfi sem refsar ekki ungu, vinnandi fólki sem er að koma sér upp húsnæði, eða frumkvöðlum og fyrirtækjum sem skapa verðmæti fyrir samfélagið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: