- Advertisement -

Lág laun þýðir lágur lífeyrir

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Aldraðir og öryrkjar þurfa að athuga, að kjaradeilan, sem nú er í gangi, getur haft úrslitaáhrif á kjör þeirra. Ég hef orðið þess var, að sumir eldri borgarar og öryrkjar gera sér þetta ekki ljóst. Ég mun nú útskýra ástæður þess,að að kaup launþega og lífeyrir aldraðra og öryrkja er nátengt:

Margir stjórnmálaflokkar hafa það á stefnuskrá sinni, að lífeyrir eigi ekki að hækka meira en lágmarkslaun. Meðal þessara flokka eru Sjálfstæðisflokkur og VG, vinstri grænir. Fleiri flokkar eru með svipuð sjónarmið. Þetta þýðir, að ef ríkisstjórn, Seðlabanka og atvinnurekendum tekst að halda launum niðri (1-2% hækkun) þá mun lífeyri einnig verða haldið niðri (1-2% hækkun).

Ef t.d. niðurstaða kjaradeilunnar verður sú, að ríkisstjórnin afhendi launþegum einhverja félagsmálapakka, t.d. aðgerðir í húsnæðismálum og í skattamálum þá munu laun ekki verða hækkuð neitt að ráði til viðbótar og þá verður lífeyrir heldur ekki hækkaður neitt að ráði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aldraðir og öryrkjar geta vissulega haft gagn af því,ef skattar verða lækkaðir, t.d. 300 þús. gerðar skattfrjálsar. Ég hef að vísu enga trú á, að það verði á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjármálaráðherrann enda hefur sá ráðherra hafnað þeirri hugmynd algerlega.

Húsnæðismál geta gagnast sumum öldruðum og öryrkjum. En aðalatriðið er það, að það er enginn leið að draga fram lífið á 204-243 þúsund kr á mánuði í dag eftir skatt eins og skammturinn er nú. Það er sama hvað félagsmálapakkarnir verða margir; lægsti lífeyrir verður að hækka verulega einnig.

Ég vil einnig vekja athygli á því, að sem betur fer er aðeins 5% verkafólks á lægstu launum verkafólks. Hinir eru á einhverjum töxtum fyrir ofan. Lægsti lífeyrir aldraðra og öryrkja er í raun miklu lægri en almenn laun verkafólks. Og aldraðir og öryrkjar, sem eru í sambúð eða hjónabandi hafa lægri lífeyri en nemur lágmarkslaunum verkafólks.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: