- Advertisement -

Lögbann reddar ekki Bjarna Ben

Leiðari Upplsjóstranir Stundarinnar um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, eru um margt merkilegar. Undrun er að aðrir fjölmiðlar hafi ekki skrifað eða fjallað um þetta merkilega mál. Má vera að víða sé kosið að hlífa Bjarna sökum stöðu hans í samfélaginu? Það er vont ef rétt er.

Búið er að óska eftir lögbanni á birtingu gagna, gagna sem engar efasemdir eru um að séu rétt. Vilji er til að beita aflsmunum til að hlífa Bjarna. Stundin skal láta af hlutverki sínu, það er að birta fréttir, að upplýsa, að tryggja að fréttir berist fólkinu í landinu. Til þess verður séð.

Það er alveg sama hversu mörg lögbönn verða sett, staða Bjarna batnar ekki við það. Alls ekki. Bjarni hefur kosið að svara engu þegar leitað hefur verið viðbragða hans. Bjarni lætur sem ekkert sé, en auðvitað veit hann betur. Bjarni er kominn á endastöð.

Það undravert að lesa fréttirnar sem hafa verið skrifaðar um fjármálaumsýslu Bjarna Benediktssonar. Ljóst er að hann hefur lifað lífi sem er svo fjarri, svo fjarri, því sem flest annað fólk þekkir og kýs að gera. Braskið og gróðafíknin er vonandi með algjörum fádæmum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það getur ekki annað verið en aumkunarvert að flækjast í þeim gjörningum sem munu eflaust marka endalok stjórnmálaferils Bjarna Benediktssonar. Annað er bara óhugsandi.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: