- Advertisement -

Magalending Framsóknar

Leiðari Skaðinn af brotthvarfi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, og margra annarra, úr Framsóknarflokknum virðist ætla að verða meiri, jafnvel mikið meiri, en nokkurn kannski óraði fyrir. Framsóknarflokkurinn þarf nú að berjast fyrir að haldast inn á Alþingi.

Trúlega hefði alltaf komið til uppgjörs í Framsóknarflokki. Ómögulegt er að sjá fyrir sér að Sigmundur Davíð héldi saman stórum hópi nema þá aðeins að allir í hópnum yrðu honum sammála, eða hið minnsta, færu að hans vilja. Sigmundur Davíð er trúlega ekki maður sátta og samninga.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist fátt, jafnvel ekkert, geta gert til að afstýra magalendingu Framsóknarflokksins. Hann er ekki mjög sýnilegur, segir fátt. Mótlætið virðist ekki hvetja hann áfram. Hans bíður mikið verk, áhlaupaverk, eigi að takast að draga úr fyrirséðum skaða.

Fari lítið fyrir formanni Framsóknar, er sem varaformaðurinn, Lilja Alfreðsdóttir, sé flúinn af vettvangi. Hún er hvergi. Reikna má með að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn hafi um fimmtán prósent kjörfylgi til að bítast á um. Miðflokkurinn hefur nú tvo þriðju þess fylgis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Staða Framsóknar er dauðans alvara.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: