- Advertisement -

Miðflokkur: Gunnar Bragi er í kastþröng

Eflaust er það hverju orði sannara, sem Gunnar Bragi Sveinsson, sagði í samtali við Miðjuna í gær að hann getur ekki mikið lengur verið bæði varaformaður síns flokks og formaður þingflokksins.

Hann gefur til kynna að átök kunni að vera fram undan. Vigdís Hauksdóttir hefur tilkynnt að hún muni sækjast eftir að verða varaformaður Miðflokksins. Vigdís talaði ekki við Gunnar Braga eða lét hann vita af framboði sínu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þetta kom mér nokkuð á óvart er fjölmiðlar sögðu mér frá þessu. Það á hins vegar enginn neitt í stjórnmálum og það þekkjum við Vigdís sem komum úr flokki sem klofnaði vegna innanflokksátaka,“ sagði Gunnar Bragi við Miðjuna í gær.

„Komum úr flokki sem klofnaði vegna innanflokksátaka,“ sagði hann. Ekki fer á milli mála að hann sneiðir að Vigdís með þessum orðum.

„Ég hef reyndar sagt opinberlega að það er aðeins óþægilegt að vera bæði varaformaður og þingflokksformaður þannig að líklega þarf ég að velja en til þess er nægur tími,“ sagði hann einnig.

Þá liggur leiðin á Klausturbarinn. Þaðan er til staðfest að Ólafi Ísleifssyni var „boðið“ að verða þingflokksformaður kæmi hann yfir. Sem hann hefur vissulega gert. Gunnar Bragi er í kastþröng. Ekki síst þar sem víst er að Sjálfstæðisflokkur mun ekki standa við gefið loforð um veita honum sendiherrastöðu.

Hann verður að velja. Og jafnvel berjast til að halda annarri stöðunni. Forystuhlutverk i Miðflokki er mikils virði fyrir fólk sem sækist eftir að starfa í pólitík. Flokksþing Miðflokksins verður að óbreyttu seint í þessum mánuði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: