- Advertisement -

Miðflokkurinn fékk sitt með ofbeldi

Listin að bregðast er enn meistaraverk íslenskra stjórnmála.

Eitt af heitu málunum á Alþingi í fyrra var endurkjör Bergþórs Ólasonar til formennsku í  umhverfis- og samgöngunefnd. Eftir Klaustursmálið varð Bergþór að hætta sem formaður. Margir þingmenn höfðu uppi stór orð um að hann ætti ekki afturkvæmt. En samt fór svo að hann var kjörinn á ný. Hann og Karl Gauti Hjaltason, flokksbróðir Bergþórs, greiddu honum atkvæði til formennsku. Aðrir nefndarmenn sátu hjá, nema einn Björn Leví Gunnarsson. Hann einn sagði nei við formennsku Bergþórs Ólasonar.

„Í þessu máli hins vegar, þá hlupu allir frá ábyrgðinni og reyndu að kenna öllum öðrum um. Niðurstaðan var að Miðflokkurinn treysti sjálfum sé til þess að vera með formannssæti á meðan allir aðrir sátu hjá. Meirihlutinn, meðal annars, út af hótunum um að þingstörfin yrðu lögð í rúst ef Bergþór fengi ekki sæti sitt aftur. Á bak við þá hótun lá málþófið í orkupakkamálinu, þar sem Miðflokkurinn sýndi að hann gat lagt þingstörfin í rúst. Það var eini tilgangur málþófsins í því máli, a.m.k. hjá Miðflokknum,“ segir Björn Leví.

„Ofbeldið réði því för, eftir sem áður, vegna þess að enginn annar vildi axla ábyrgð. Listin að bregðast er enn meistaraverk íslenskra stjórnmála.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: