- Advertisement -

Mogginn heiðrar Sósíalistaflokkinn

Vitandi eða óafvitandi heiðrar Mogginn og Davíð ritstjóri Sósíalistaflokk Íslands sérsaklega í tveimur tölublöðum í röð. Í blaði dagsins í dag og í blaði morgundagsins. Minna gat það svo sem verið.

Auk Davíðs dregur Mogginn á flot alla sótrafta sem hann er í vinasambandi við. Innlegg Moggans þessa helgina er vatn á myllu Sósíalistaflokksins. Mogginn hefur sett hinn nýja flokk á sérstakan bás. Það er vel og verðskuldað.

Grunur er um að þetta sé allt óvart. Ætlunin hafi verið að draga úr framsetningu hins ágæta fólks úr hinni Reykjavík. Við vitum öll að Mogginn á ríkisfang í Borgartúni 35, í húsi atvinnulífsins. Helgarútgáfu blaðsins var sennilega ætlað að styrkja málstað þess fólks sem þar ræður húsum. En tókst alls ekki.

Afneitun á bágkjör fólksins í hinni Reykjavík fá sitt rými og svo leiðbeiningar um að sækja rétt sinn af ákveðni sé af hinu vonda. Best sé að eiga nokkur samtöl. Þá á Mogginn nokkur gröf um allskyns meðaltöl sem eiga að sanna að hér séu allir jafnir og að allir fljóti um á bylgjum velmegunarinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo er ekki. Sósíalistum er alvara með málflutningi sínum. Hér er misskipting og hér er alvarleg fátækt. Enginn lagar það nema fólkið sjálft. Enginn. Af mjög veikum mætti skrifar Davíð leiðinlega langloku í Reykjavíkurbréfi morgundagsins um Karl Marx, sem Davíð hefur ekki mætur á.

Kosningabaráttan er taka á sig skýrar myndir. Það fólk sem hugsar í takt við frambjóðendur Sósíalistaflokksins les trúlega ekki Moggann. Davíð, Borgartún 35 og það fólk allt saman skaut þbí framhjá í tveimur í tölublöðum í röð. Þau eiga að vita að kapp er best með forsjá.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: