Ritstjóri Miðjunnar skrifar:
„Vanstillingin innan og umhverfis stjórnarráðið er orðin heldur mikil og vonandi að stjórnarþingmenn og ráðherrar fari að átta sig á stöðu sinni og ábyrgð. Í gær var sendur út á mbl.is þátturinn Spursmál undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns og bar þar margt á góma eins og jafnan. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svaraði þar meðal annars spurningum og hafði frá mörgu að segja,“ segir í Staksteinum Moggans í dag.
„Það vakti þó athygli að áður en viðtalið var sent út (en að vísu eftir að það var tekið upp þó að bráðræðið sé mikið) hafði einn stjórnarþingmanna og verðandi formaður atvinnuveganefndar þingsins, Sigurjón Þórðarson, tjáð sig um viðtalið af miklum þjósti.“
Svo segir í Staksteinum:
Væri ekki ráð að þingmenn Flokks fólksins…
„Sigurjón lét það ekki þvælast fyrir fordómunum að hann hafði ekki séð viðtalið en veittist að blaðamanninum og taldi ráðherrann hafa orðið fyrir „fyrirsát“. Sú meinta „fyrirsát“ var þó ekki annað en að ráðherrann var spurður út í augljósa hagsmuni Sigurjóns sjálfs af því að fjölga dögum í strandveiðikerfinu að kröfu Flokks fólksins.“
Úr því að Mogginn talar um hagsmuni þingmanna þarf að klára söguna. Sigurjón þingmaður á part í trillu. Mikið rétt. Annar þingmaður er stærri í sniðum. Sá er í fámennum þinghópi Sjálfstæðisflokks, Jens Garðar Helgason. Hann hefur verið formaður SFS og hefur verið þar til nú einn helsti stjórnandi Kaldvíkur sem hefur náð að setja sjókvíar í fjörð eftir fjörð. Margfalt stærra mál en trillupartur nafna míns Þórðarsonar.
Lok Staksteina eru svona:
„Og ekki veitti af að spyrja ráðherrann um þetta, því að Sigurjón hafði bersýnilega ekki haft fyrir því þar sem ráðherra kom af fjöllum. Væri ekki ráð að þingmenn Flokks fólksins færu að hætta árásum á blaðamenn fyrir það eitt að spyrja spurninga eins og þeim ber að gera? Hafi þingmenn ekkert að fela ættu spurningarnar að vera fagnaðarefni.“
Ég ef verið blaðamaður í meira en 40 ár. Enginn stjórnmálamaður hefur verið jafn leiðinlegur, hefnigjarn og hrokafullur og Bjarni Benediktsson fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins.