- Advertisement -

Mogginn missir sig en mbl.is ekki

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er flækt í bullinu vegna drykkjuferðar Bjarna á Þorláksmessu.

Leiðara Moggans er ætlað að draga úr trúverðugleika lögreglunnar. Allt til að reyna lagfæra framgöngu Bjarna Benediktssonar sem braut sóttvarnarreglur á kenderíi á Þorláksmessu.

Hér eru sýnishorn úr leiðara Moggans í dag:

„Til­gang­ur dag­bókar­færslu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu var hins veg­ar aug­ljós, að koma fjár­málaráðherra í vand­ræði, sama fjár­málaráðherra og skömmu áður hafði staðið í ströngu við gerð kjara­samn­inga við lög­reglu.“ Endemis bull er þetta. Þetta er ekkert flókið. Bjarni var við víndrykkju við aðstæður sem hann, ásamt öðrum ráðherrum, hafði lagt blátt bann við. Sem betur fer var þjóðin upplýst um framferði Bjarna Benediktssonar.

„Það er öm­ur­legt að tveir lög­regluþjón­ar hafi látið af­vega­leiðast sak­ir póli­tískr­ar mein­bægni, en það er alltaf mis­jafn sauður í mörgu fé,“ segir í leiðaranum. Til hvers ætlast Mogginn? Gera út af við sendiboðana?

„Dóms­málaráðherra sagði í gær að það væri mjög al­var­legt að eiga við gögn með þess­um hætti og tók alls ekki of sterkt til orða,“ segir í leiðaranum. Áslaugu Örnu væri nær að upplýsa um dagskipunina sem hún gaf lögreglustjóranum klukkan fimm á aðfangadag jóla. Það við viljum við vita.

„Og hiki lög­regla ekki við að reyna að klekkja á ráðherr­um með slík­um ráðum, hvaða trygg­ing­ar hef­ur al­menn­ing­ur fyr­ir því að hún beiti ekki brögðum við hvern sem er ann­an?“ Lögreglan var ekki að reyna að klekkja á Bjarna. Lögreglan sá hann, þann sem setti reglurnar, á kenderíi með fjölda fólks, þrátt fyrir sóttvarnarreglur.

Jæja, mbl.is leitaði til Fjöln­is Sæ­munds­sonar, formanns Lands­sam­bands lög­reglu­manna. Fjölnir seg­ir lög­reglu­menn vera að íhuga stöðu sína. Sam­bandið hef­ur leitað til lög­manns og mögu­leiki er á því að gef­in verði út kvört­un til Per­sónu­vernd­ar. Von er á frek­ari yf­ir­lýs­ingu frá Lands­sam­bandi lög­reglu­manna á mánu­dag­inn.

„Fjöln­ir tel­ur að ástæða sé til að kvarta til Per­sónu­vernd­ar yfir því hvernig farið hef­ur verið með upp­tök­ur úr búk­mynda­vél­um lög­regluþjón­anna tveggja sem voru kallaðir á vett­vang vegna sótt­varn­ar­brots í Ásmund­ar­sal.

Hann bend­ir á að þarna sé til meðferðar per­sónu­legt sam­tal milli tveggja lög­reglu­manna sem bein­ist ekki að nein­um á staðnum. Lög­reglu­menn séu með búk­mynda­vél­ar ör­ygg­is síns vegna og borg­ar­anna sem megi svo nota í rann­sókn­um saka­mála,“ segir Fjölnir formaður.

„Mér finnst mjög óeðli­legt að þessi nefnd sé að skoða upp­tök­ur úr þess­um búk­mynda­vél­um og hlusta á það hvað fer lög­reglu­mönn­um á milli,“ seg­ir Fjöln­ir á mbl.is og bæt­ir við að frek­lega sé gengið á per­sónu­frelsi þess­ara lög­reglu­manna.

„Þá þykir hon­um enn al­var­legra að per­sónu­legt sam­tal milli tveggja manna sé nú komið í fjöl­miðla. Hann grun­ar ekki að nefnd­in hafi sjálf leið gögn­un­um en með ein­hverj­um hætti komst skýrsl­an í hend­ur fjöl­miðla.

Ekki gat Fjöln­ir séð að neitt væri sett út á eig­in­leg störf þess­ara lög­reglu­manna á vett­vangi. Þeir hafi talið að á staðnum ætti sér stað sótt­varn­ar­brot og í kjöl­farið rýmt húsið,“ segir í fréttinni.

„Hvort þeir hafi svo per­sónu­leg­ar skoðanir eins og aðrir borg­ar­ar, mér finnst það bara vera þeirra rétt­ur.“ Hann ít­rek­ar jafn­framt að lög­reglu­menn­irn­ir hafi staðið til hliðar og ekki látið hin um­deildu um­mæli falla út á við held­ur aðeins sín á milli.

„Hvort þeir hafi svo per­sónu­leg­ar skoðanir eins og aðrir borg­ar­ar, mér finnst það bara vera þeirra rétt­ur.“

Fjöln­ir velt­ir fyr­ir sér hve langt sé eðli­legt fyr­ir eft­ir­lits­nefnd með starfs­hátt­um lög­reglu að ganga í að hafa eft­ir­lit með lög­reglu­mönn­um. Þarna sé hún far­in að hafa eft­ir­lit með hugs­un­um þeirra, að þeir hugsi hlut­laust.

„Ég fer oft á vett­vang með mynda­vél og svo hrein­lega gleymi ég að slökkva á mynda­vél­inni. Þá sit­urðu bara í lög­reglu­bíln­um með fé­laga þínum og ert að tala um fjöl­skyld­una eða börn­in þín og það er allt í upp­töku. Það fer líka upp­taka af stað í lög­reglu­bíl­um um leið og við setj­um bláu ljós­in í gang,“ seg­ir Fjöln­ir. Lög­reglu­menn eru að hans mati und­ir miklu eft­ir­liti og því spyr hann hvort það sé ekki rétt að tak­marka nýt­ingu upp­taka við þau til­vik þar sem þær snúa raun­veru­lega að ein­hverj­um mál­um,“ segir í fínni frétt á mbl.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: