- Advertisement -

Örykjar eru pólitískt munaðarlausir

Það var meira en svekkjandi að hlusta á Katrínu Jakobsdóttir, Loga Einarsson og Þorgerði Katrínu tala um helstu málin sem bíða þingsins, sem hefst á þriðjudag. Ekkert þeirra, ekki eitt þeirra minntist einu orði á stöðu öryrkja. Ekki orð um hvers naumt þeim er skammtað, ekki eitt orð um krónu á móti krónu skerðinguna, ekkert af þessu komst í huga formannanna þriggja. Ekki eitt atriði.

Annað kom fram. Það er svokallað samtal ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins. Þorgerður Katrín sagði þá ánægða með samtalið. Þá er hún örugglega að meina fyrrum vinnufélaga sína í Borgartúni 35. Það forystufólk launþegafélaga sem rætt hefur verið við, einkum í þættinum Annað Ísland, segjast ekki kannast við samtal við ríkisstjónina, en þeir kannast við eintal ríkisstjórnar við talsmenn launafólks. Á því er mikill munur.

Hálaunafólkið á Alþingi virðist fljúga skýjum ofar og hefur því misst allt jarðsamband. Niðri á jörðinni er fólk sem er bugast og eins fólk sem hefur bugast undan óréttlætinu sem einu var sagt að ekki mætti bíða eftir. Meðan misréttið og misskipting eru meiri en áður sitja formenn þriggja flokka og láta sem þeir viti ekkert um hvað er að gerast. Kannski vita þeir það ekki, það er ekki skárri staða en hin, að vita en hafa ekki áhuga á málinu.

Sigurjón M. Egilsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: