- Advertisement -

Óvinsælastur í kaffistofunni

Trúlega er enginn þingmaður eins óvinsæll meðal annarra þingmanna og Björn Leví Gunnarsson Pírati. Fast á hæla hans koma aðrir þingmenn Pírata, svo sem Þórhildur Sunna, Jón Þór Ólafsson og svo koll af kolli.

Björn Leví hefur með þrjósku sinni og þrá til að leiða fram staðreyndir spillt fyrir öðrum þingmönnum. Þeir ekki aðeins hafa misst spón úr aski sínum, heldur og þurfa þeir að standa skil gjörða sinna gagnvart fólkinu í landinu. Staða þeirra hefur gjörbreyst.

Þeim þingmönnum er væntanlega ekkert sérstaklega vel við Björn Leví. Hann leysti upp óhófsveisluna. Björn Leví er eflaust óvinsælasti þingmaðurinn, í hópi annarra þingmanna.

Eins sakna ég í fari Björns Leví. Lengi hef ég ekki heyrt hann minna okkur á lygar núverandi fjármálaráðherra. Þ.e. þegar hann sagði ósatt um tilurð skýrsluna um leiðréttinguna dæmalausu sem og skýrsluna um Panamaskjölin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Píratar eru öflugusti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi. Ekki bara núna. Sennilega í sögu Alþingis, hið minnsta eins lengi og elstu menn muna. Sem betur fer eru þingmennn Pírata sterkir fyrir og bogna ekki einu sinni þó tindátar aflsins reyni hvað þeir geti til að gera lítið úr Pírötum og þingmönnum þeirra.

-sme

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: