- Advertisement -

Píratar treysa ekki Sjálfstæðisflokki

„Ástæðan fyrir því að Píratar hafa hafnað „valdasamstarfi“ við Sjálfstæðisflokkinn er af því að sá flokkur hefur einfaldlega farið illa með völd og misnotað þau ítrekað. Samstarf Pírata við Sjálfstæðisflokkinn myndi óhjákvæmilega stranda á einhverju rugli sem þau myndu taka upp á að gera og við myndum slíta samstarfi í kjölfarið á því. Því er einfaldlega heiðarlegt að segja það fyrirfram, í staðinn fyrir að „ganga opin til kosninga“,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson.

Það er ekki stefna Pírata að tala svona um Sjálfstæðisflokkinn. Grunnstefna Pírata hvað það varðar er mjög skýr:

„1.2. Í þessu felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru.“

Það er ekki stefna Pírata að tala svona og það er hrein og klár lygi að halda öðru fram.

Það þýðir að ef sjallar koma með góða hugmynd þá styðjum við hana. Ef sjallar koma með slæma hugmynd þá erum við á móti henni. Ef sjallar misnota vald aftur og aftur þá bendum við á það sem það samfélagslega kýli sem það augljóslega er. Ástæðan fyrir því að við treystum ekki Sjálfstæðisflokknum fyrir völdum er af því að hann hefur misnotað þau aftur og aftur. Það getur breyst en ekkert bendir til þess. Til þess að það breytist þá þarf eitthvað að benda til kúltúrbreytingar í Sjálfstæðisflokknum og sú breyting þarf að sjást í verki, oft og í langan tíma áður en valdasamstarf yrði möguleiki. Ef það myndi breytast þá myndum við líka segja það fyrirfram að valdasamstarf væri mögulegt.

Að því sögðu þá er valdasamstarf bölvað vesen. Að minnsta kosti eins og það er stundað í dag. Við Píratar höfum allt aðrar hugmyndir um hvernig á að meðhöndla völd en aðrir flokkar á Íslandi og kannski komast þær hugmyndir meira og meira að í framtíðinni. Ég vona það allavega. Ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn hætti að misnota völd. Ég efast um það og held að eina leiðin til þess að fá sjalla til þess að hætta þess sé að hætta að kjósa hann. Það væru einu skilaboðin sem kæmu því skýrt til skila að svona vinnubrögð séu ekki boðleg í lýðræðissamfélagi. Maður má lifa í voninni …

En já, annars það sem Dóra segir. Það er ekki stefna Pírata að tala svona og það er hrein og klár lygi að halda öðru fram.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: