- Advertisement -

Postulínsráðherrar í eigin tómarúmi

Katrín sagði ekki hægt að semja við fáa í einhverju tómarúmi. Það gangi ekki þar sem aðrir komi þá á eftir.

Bjarni segir að ekki komi til greina að ganga að kröfum ljósmæðra. Ef það yrði gert færi allt á hliðina.

Svandís segir að hér sé að verða vandræðaástand. Sem eru orð að sönnu. Heilbrigðiskerfið sem hún ætlaði að gæta er meira og minna á hliðinni.

Hvernig geta fréttamenn talað við þau þrjú án þess að nefna einu orði stórkostlegar launahækkanir til ráðherra og þingmanna?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eru ráðherrarnir svo viðkvæmir að ekki megi spyrja þau ögn ágenginna spurninga? Eru nútíma ráðherrar brothættir sem postulín?

Er ekki öllum ljóst að ábyrgðin er þeirra sem sóttust eftir að fá að bera hana? Það er ráðherranna.

Ráðherrarnir þáðu tröllslegar launahækkanir og þannig hleyptu þeir öllu í bál og brand, sem þeir ráða síðan ekkert við.

Frammistaða þeirra er ömurleg. Er hugsanlegt að ef þau töluðu hrokalaust og af auðmýkt væri staða málsins önnur og betri?

Svarið er já. En svo virðist sem þeir mannkostir rúmist ekki í stjórnarráðinu.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: