- Advertisement -

Ráðherra neytendamála fer gegn neytendum

„Við erum með fyrirtæki sem eru alls konar. Þau eru mjög misstór,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra á Alþingi í dag.

Hún var að ræða frumvarp sitt um að taka afturvirkt til baka rétt neytenda til að endurgreiddar ferðir sem fólk hefur greitt inn á eða að fullu. Ferðaseljendum verður gert heimild að gefa út inneignarnótu í stað þess að endurgreiða neytendum vegna ferða sem verða ekki farnar.

„Ég hef sagt frá fyrsta degi að málið er ekki einfalt. Það er ekki svart eða hvítt. Ég átta mig mjög vel á því að það að ganga inn í löggjöf sem breytir réttindum neytenda er umdeilt. Við stóðum einfaldlega frammi fyrir því að vera með þessa löggjöf í þessum aðstæðum, að horfa framan í fjöldamörg gjaldþrot, og þá þurfti að leita leiða, margra leiða. Við höfum legið yfir því,“ sagði ráðherrann.

„Mörg lönd hafa farið mismunandi leiðir,“ bætti hún við og sagði síðar:  „Það liggja um átta milljarðar í þessum tryggingum. Það eru hins vegar alls konar útfærslur á því.“ Tæplega þrjú hundruð hafa heimildir til að selja pakkaferðir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: