- Advertisement -

Ráðherrann blaðraði bara

Oddný Harðardóttir skrifar:

Félags- og barnamálaráðherra var spurður í þinginu í dag hvað hann sem ráðherra málaflokksins ætlaði að gera til að mæta neyðinni sem ríkir á heimilum þeirra sem búa við langtímaatvinnuleysi í atvinnukreppu.

Ráðherrann blaðraði bara um virkni eins og hann gerði sér enga grein fyrir neyðinni sem fólk býr við sem þarf að leita á náðir fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga og til hjálparstofnanna eftir mat.Það þarf bæði að bregðast við félagslegum og efnahagslegum vanda fólksins sem ekki fær vinnu í heimsfaraldri. Hvorugt er ríkisstjórnin fær um að gera. Og ójöfnuður vex.Sama ríkisstjórn gleðst yfir virkni fólksins sem á peninga í Kauphöllinni. Kannski þau skilji bara ekki stöðu langtímaatvinnulausra og haldi að þau geti borðað kökur í staðinn fyrir brauð?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: