- Advertisement -

Ráðherrann er að missa sig

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er að við að missa sig. Stendur á bjargbrúninni. Erlent fyrirtæki sem hefur hrakið hana í þá erfiðu stöðu. Rio Tinto á sökina á afleiddri stöðu ráðherrans.

Engum dylst að ráðherrann hlustar of mikið á hótanir Rio Tinto. Og finnur til með risanum. Það er nú annað en fátækasta fólkið getur sagt. En það er víst önnur saga.

Rio Tinto kvittaði upp á samning um kaup á rafmagni. Samningurinn sá er ekki skammtímasamningur. Gildir til ársins 2036. Sama hvort álverinu í Straumsvík, eða ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skjólstæðingar Þórdísar Kolbrúnar munu finna ráð til að sleppa undan greiðslum kjósi þeir að hætta í Straumsvík. Staða ráðherrans er vond. Hún er við það, kannski þegar byrjuð, að toga í spottana í vilja sínum um að lækka orkuverð til risans.

Risa sem ekki tekur þátt í samfélaginu. Neitar að semja um kaup og kjör starfsmanna. Hvað þá annað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: