- Advertisement -

Ráðherrar tala út og suður

- þeir tala í allar áttir, mest gegn því sem samráðherrar segja og meina. Hvar og hvernig endar þetta?

Ekki er sem ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar gangi í takt. Hér eru tvö splunkuný dæmi.

Bjarni sér enga þörf á að rannsaka söluna á Landsbankanum. Benedikt Jóhanensson er öndverðar skoðunar. Þeir eru tveir valdamestu menn ríkisstjórnarinnar. Hann var spurður á Alþingi í dag hvort hann telji að þurfi að rannsaka sölu Landsbankans.  „Svar mitt er einfalt: Jú, það er ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli.“

Þarna tala þeir hvor í sína áttina.

Í gær sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir:  „Við hljótum öll að sjá að það gengur ekki lengur að vera með íslenska krónu. Nú erum við búin að setja á laggirnar starfshóp sem á að skoða þessi mál gaumgæfilega og ég vona að sá hópur vinni hratt og örugglega að lausn á málinu,“ segir Þorgerður Katrín.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í dag segir Bjarni: „Hlutverk krónunnar í endurreisninni hefur verið ótvírætt og er alþjóðlega viðurkennt. Fall krónunnar við hrunið leiddi til betri samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og bjó til kjöraðstæður til að gera Ísland að eftirsóknarverðum ferðamannastað. Búhnykkir, eins og betri viðskiptakjör á erlendum mörkuðum og farsæl lausn á greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins, hafa einnig hjálpað til við að styrkja efnahaginn.

Krónan hefur því leikið stórt hlutverk í þjóðarbúskapnum. Styrkur hennar hefur átt stóran þátt í að skapa stöðugt verðlag í þrjú ár og betri kaupmátt almennings en dæmi eru um. Kaupmáttur Íslendinga hvort sem er í innlendri eða erlendri mynt hefur ekki áður verið meiri. Þegar meðallaun Íslendinga eru flutt yfir í evrur og borin saman við nálægar þjóðar á þeim grundvelli sést sterk staða Íslands glöggt.“

Ólíkari verða sjónarmiðin varla.

 

 

 

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: