- Advertisement -

Ný skoðanakönnun: Ríkisstjórnin fallin – Sósíalistar mælast með fjóra þingmenn

Gunnar Smári skrifaði:

Svona skiptist þingheimur samkvæmt nýrri könnun Maskínu, ríkisstjórnin tapar 5 þingmönnum, Sósíalistar vinna 4 og Sjálfstæðisflokkurinn 1:

Ríkisstjórn:

  • Samfylkingin: 15 þingmenn (óbreytt)
  • Viðreisn: 10 þingmenn (-1)
  • Flokkur fólksins: 6 þingmenn (-4)
  • Ríkisstjórn alls: 31 þingmaður (-5)

Stjórnandstaða á þingi:

  • Sjálfstæðisflokkur: 15 þingmenn (+1)
  • Miðflokkurinn: 8 þingmenn (óbreytt)
  • Framsóknarflokkur: 5 þingmenn (óbreytt)
  • Stjórnandstaða á þingi alls: 28 þingmaður (+1)

Stjórnarandstaða utan þings:

  • Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)
  • Píratar: enginn þingmaður (óbreytt)
  • Vg: enginn þingmaður (óbreytt)
  • Stjórnandstaða utan þings alls: 4 þingmenn (+4)

Fylgi Vg og Pírata skila ekki þingmönnum, en kosningarannsóknir benda til að kjósendur þessara flokka séu líkastir kjósendum Sósíalista. Samanlagt mælist þessi kjósendahópur 11,5% og gæfi sameinaður sjö þingmenn, þremur fleiri en Sósíalistar fá samkvæmt könnuninni. Þessir þrír þingmenn lenda samkvæmt könnuninni hjá Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og annað hvort Framsókn eða Samfylkingu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: