- Advertisement -

Sakar Sigurð Inga um skilningsleysi

Málflutningur sveitastjórnarráðherrans, Sigurðar Inga Jóhannssonar, fer þvert ofan í formanns borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur.

„Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hélt því fram í pontu Alþing­is í síðustu viku, að þau sveit­ar­fé­lög sem skilað hefðu hagnaði á und­an­förn­um árum gætu vel tekið á sig það högg sem nú skell­ur á,,“  skrifar Þórdís Lóa í Mogga dagsins.

„Viðbrögð hans, og sá aðgerðapakki sem kynnt­ur var af rík­is­stjórn­inni sem sér­stak­ur stuðning­ur við sveit­ar­fé­lög­in, sýna mikið skiln­ings­leysi á þeim brimskafli sem er að skella á þeim. Hafi sveit­ar­fé­lag á und­an­förn­um árum skilað af­gangi, líkt og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra lýsti, mun sá af­gang­ur vera fljót­ur að hverfa til að halda rekstri þess á floti á þessu ári,“ bætir hún við.

„Næsti aðgerðapakki rík­is­stjórn­ar­inn­ar hlýt­ur að sýna vanda sveit­ar­fé­lag­anna meiri skiln­ing. Ég skora á rík­is­valdið að huga bæði að al­menn­um stuðningi við öll sveit­ar­fé­lög í land­inu og sér­tæk­um stuðningi við þau sveit­ar­fé­lög þar sem al­gjört hrun hef­ur orðið á at­vinnu­grein­um, líkt og við sjá­um á nokkr­um stöðum s.s. í Skútustaðahreppi, í Mýr­dal og á fleiri stöðum,“ skrifar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: