- Advertisement -

Sameinast um að varðveita ekkert

Leiðari Það voru menn og konur sem ákváðu að veikja Fiskistofu svo mikið að hún gæti alls ekki stundað eðlilegt eftirlit með fiskveiðum. Hvers vegna vita þau sem ákváðu það. Við hin föttum ekki hvers vegna það var gert, en okkur getur grunað eitt og annað.

Nú eru sömu menn, og kannski sömu konur, að freista þess að koma saman nýrri ríkisstjórn. Þeim sem að koma er kappsmál að varðveita það sem þau hafa skapað. Til dæmis eftirlitslausa meðferð á fiski af Íslandsmiðum. Eflaust liggur mikið á að tryggja óbreytt ástand þar. Til einhvers er að vinna.

Nú er ríkur áhugi á að verja það sem er, það er að segja, áhugi á að verja ekkert. Því segja má að það sé ekkert eftirlit. Það fyrirkomulag hentar sumum mjög vel. Hagsmunir eru oftast hugsjónum yfirsterkari og því má ætla að Fiskistofumálið reki íhaldsflokkana meira áfram í stjórnarmynduninni en flest annað.

Hagsmunir kalla á að engar breytingar verði gerðar. Nú er að sjá hvað setur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gott er að muna til hvaða flokka sjávarútvegsfyrirtækin greiða helst og mest.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: