- Advertisement -

Sautján milljarðar fengust að utan

…við höfum að mínu viti nýtt Covid og kreppu mjög vel til að hlaupa hraðar.

„Svo er það líka þannig að íslenskir frumkvöðlar tryggðu sér meiri fjármögnun í fyrra en árið á undan, yfir 17 milljarða, og meiri hlutinn kemur að utan þannig að það er ekki þannig að ekki sé erlent fjármagn að koma inn til landsins og erlend fjárfesting eigi sér ekki stað. En ég get alveg tekið undir að við þurfum að hlaupa hraðar. Þannig er bara staðan. Það eru allir að keppast um þessi tækifæri, um þessa verðmætasköpun, um þessi nýju störf, nýju vörur, til að gera heiminn betri. Ef við ætlum að taka þátt í því, sem við ætlum að gera, þá þurfum við að stilla saman strengi og við þurfum að hlaupa hraðar,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra á Alþingi.

Ekki kom fram í máli ráðherra hvaðan styrkirnir komu. Frá Evrópusambandinu?

„Við höfum á þessu kjörtímabili lagt mikla áherslu á nýsköpun í breiðum skilningi og við höfum að mínu viti nýtt Covid og kreppu mjög vel til að hlaupa hraðar, taka ákvarðanir hraðar og mikill stuðningur hefur verið við þær aðgerðir hér á þingi sem ég er mjög þakklát fyrir. Við byrjuðum á að gera loks stefnu fyrir Ísland, nýsköpunarlandið Ísland, í krafti smæðarinnar, en frasinn í krafti smæðarinnar hefur elst nokkuð vel ef maður lítur til þess hvernig okkur hefur farnast við að taka á málum varðandi heimsfaraldurinn og m.a. hvernig við höfum nýtt nýsköpun í þeim efnum,“ sagði ráðherra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: