- Advertisement -

Schengen stoppar vegabréfaeftirlit

Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins.

„Hvers vegna tökum við ekki upp vegabréfaeftirlit á landamærunum? Hvers vegna í ósköpunum er ekki þannig gengið frá málum á landamærunum að við þurfum að sýna vegabréf og að stjórnvöld viti nákvæmlega hverjir koma til landsins? Það er ekki nema innan við ár síðan ég var að fara frá Danmörku til Þýskalands og þurfti að sýna vegabréf,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, á Alþingi.

„Þess vegna er óskiljanlegt fyrirbrigði að það skuli vera hægt að koma hérna inn í landið án þess að sýna vegabréf, sérstaklega þegar talað er um að það sé aukning í alþjóðlegri brotastarfsemi. Þá hlýtur að vera sjálfsagður hlutur að vita nákvæmlega hverjir koma til landsins og hægt að fylgjast með því,“ bættu hann við.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði Guðmundi Inga:

„Varðandi vegabréfaeftirlit þá erum við í Schengen-samstarfi og í því felst ekki innra landamæraeftirlit eins og háttvirtur þingmaður fer hér yfir. En það hefur þó verið aukið í almennt landamæraeftirlit hérlendis, m.a. í samstarfi við Schengen. Það upplýsingakerfi sem nú er verið að vinna að verður gjörbylting í þessum efnum fyrir öll lönd, sem er samofið upplýsingakerfi allra Schengen-ríkjanna, og mun væntanlega gjörbylta öllu eftirliti bæði innan og utan svæðisins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: