- Advertisement -

Segir utanríkisráðherra þóknast Davíð

Það er því hættu­legt að láta klofn­ing­inn í Sjálf­stæðis­flokkn­um ráða því hvaða mál kom­ast á dag­skrá stjórn­mál­anna.

„Ut­an­rík­is­ráðherra reyn­ir að þókn­ast rit­stjór­um Morg­un­blaðsins með því að halda því fram að Ísland sé ekki nú þegar aðili að stærst­um hluta Evr­ópu­sam­starfs­ins. Því að við inn­leiðum ekki nema 13,4% af regl­um þess. Ann­ar af rit­stjór­um blaðsins var á sinni tíð fyrst­ur til að nota þessa talna­leik­fimi,“ skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í sitt gamla málgagn, Moggann.

„Auðvitað veit ut­an­rík­is­ráðherra að fjöldi laga­reglna er ekki góður mæli­kv­arði á þau um­svif sem að baki búa. Með sömu rök­um væri unnt að halda því fram að ferðaþjón­usta hefði óveru­legt vægi í þjóðarbú­skapn­um af því að rík­is­stjórn­in hef­ur bara flutt eitt frum­varp sem snert­ir þá at­vinnu­grein sér­stak­lega.

Til frek­ari skýr­ing­ar má benda á að flest­ar regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins eru á sviði land­búnaðar. Marg­ar þeirra gilda í stutt­an tíma og eru því sett­ar aft­ur og aft­ur. Á innri markaðnum eru regl­urn­ar í miklu rík­ari mæli til lengri tíma. Af sjálfu leiðir að fjöldi reglna er ekki mæli­kv­arði á um­fangið,“ skrifar Þorgerður Katrín.

Svo er skotið á ritstjórann:

„Kjarni máls­ins er sá að við lif­um í öðrum heimi en í kalda stríðinu þótt sum­ir vilji halda dauðahaldi í þá tíma. Við stönd­um and­spæn­is nýj­um áskor­un­um til þess að tryggja ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um sömu stöðu og keppi­naut­arn­ir njóta. Ný skref í alþjóðasam­vinnu geta ein­fald­lega hjálpað okk­ur til þess að ná sett­um mark­miðum.“

Þorgerður Katrín endar greinina  svona, en því fer fjarri að öll greinin sé birt hér: „Kyrrstaðan er versti óvin­ur at­vinnu­lífs­ins um þess­ar mund­ir. Það er því hættu­legt að láta klofn­ing­inn í Sjálf­stæðis­flokkn­um ráða því hvaða mál kom­ast á dag­skrá stjórn­mál­anna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: