- Advertisement -

Sighvatur sendir Ingibjörgu Sólrúnu tóninn

Sighvatur Björgvinsson:
Samfylkingin fékk þar 16,8% atkvæða. Hafði sem sé tapað því sem næst helmingi fylgisins frá næstu kosningum þar á undan.

Sighvatur Björgvinsson, fyrrum ráðherra Alþýðuflokks og náinn samstarfsmaður Jóns Baldvins, er ekki par sáttur við Ingibjörgu Sólrúnu. Hann skrifar langa grein í Fréttablaðið. Sú söguskoðun sem fer hér á eftir er eftirtektarverð:

Það var við þessar aðstæður, sem manneskja sú, sem kvaddi sér hljóðs á fimmta degi ættjarðarvistar hjónanna gömlu, gaf kost á sér til starfa fyrir Samfylkinguna. Svili hennar, sem þá var formaður f lokksins, bauð henni að styðja hana til forsætisráðherra, næði flokkurinn nægu fylgi með hennar liðsinni. Og þá sló hún til. Aðeins tveimur árum eftir sigurkosningarnar, sem skiluðu 32% atkvæða, réðist hún gegn þessum svila sínum og felldi hann frá formennsku. Settist sjálf í það sæti. Gekk svo til sinna fyrstu þingkosninga sem flokksformaður. Samfylkingin fékk þar 16,8% atkvæða. Hafði sem sé tapað því sem næst helmingi fylgisins frá næstu kosningum þar á undan.

Tók formaðurinn því næst þá ákvörðun að falla frá sjálfri meginstefnu jafnaðarmanna. Brá á það ráð að ganga til stuðnings við Sjálfstæðisflokkinn í samsteypustjórn undir hans forystu og fékk þar utanríkisráðherrastól fyrir sig. Sama stól, og hinn gamli forystumaður jafnaðarmanna hafði setið með glæsibrag. Sú vegferð, sem þessi nýi formaður leiddi, endaði með mesta afhroði, sem íslenskir jafnaðarmenn hafa orðið fyrir í meira en 100 ára sögu sinni. Hlutu 5,7% fylgi í kosningum

Hver einn og einasti frambjóðandi f lokksins féll í þeim kosningum, sem eftir var þá enn af þeim hópi, sem leiddur var til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og til eftirleiksins, sem af því leiddi. Einn frambjóðandi náði kjöri, ungur Akureyringur sem engu hlutverki hafði gegnt í vegferðinni sem hafin var fyrir tilstilli þess, sem lét sér sæma að lýsa forvera sínum sem rándýri. Rándýr, var hann sagður vera. Hvaða heiti skyldi nafngefandinn velja þeirri manneskju, sem leiddi flokk sinn til vegferðar, sem nánast leiddi til slátrunar flokksins eins og varð um Samfylkinguna í kosningunum 2017?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: