- Advertisement -

Sigurður Ingi, Skagamenn og svikin loforð

Bjarnheiður:
Auðvitað eru þetta svikin loforð og algjör forsendubrestur, sérstaklega fyrir stórnotendur Hvalfjarðarganga.
Skjáskot: RÚV.

„Það er óboðlegt að Sigurður Ingi ætli að fara rukka vegfarendur sérstaklega um samgöngumannvirki sem þegar hafa verið greidd að fullu og miklu meira em svo, af veggjöldum. Þingmenn Nv kjördæmisins og aðrir þingmenn þjóðarinnar sem hafa sanngirni að leiðarljósi hljóta að mótmæla þessum áformum,“ skrifar Sigurjón Þórðarson.

Áður hafði Bjarnheiður Hallsdóttir Skagamaður og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skrifað:

„Innviðaráðherra segir fyrirhugaða gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki fela í sér svikin loforð. Mikilvægt hafi verið að standa við loforð um að hætta gjaldtöku í göngin á sínum tíma en að nú sé verið að breyta um aðferðafræði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hrikalega er ég óánægð með þessi orð innviðaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sá er búinn að skipta um gír, frá því fyrir tæpum fjórum árum. Auðvitað eru þetta svikin loforð og algjör forsendubrestur, sérstaklega fyrir stórnotendur Hvalfjarðarganga. Það er búið að fjármagna þessi göng að fullu með gjaldtöku á notendur þeirra. Og nota bene: Hvalfjarðargöng eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi, sem hefur verið fjármagnað á þann hátt. Mér finnst þessi nýja „aðferðafræði“ innviðaráðherra algjörlega út í hött. Það að rukka þá sem aka um vegakerfið í dag (og þar á meðal erlenda ferðamenn) fyrir göng og önnur samgöngumannvirki framtíðar er einfaldlega ósanngjarnt og eiginlega bara galið. Nái þetta fram að ganga, munu margir sem greiða fyrir nýju göngin, aldrei nota þau. Hvað er að því að fjármagna til dæmis ný Hvalfjarðargöng með lánsfé?

Þá er gott að rifja upp loforð Sigurðar Inga:

Horfa hér.

-ritstjórn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: