- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur, skugginn af sjálfum sér

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var stofnaður sem órjúf­an­leg­ur hluti af sál þjóðar­inn­ar.

„Nú er flokk­ur­inn aðeins skugg­inn af sjálf­um sér. Fyr­ir þess­ari stöðu liggja marg­ar ástæður eins og oft hef­ur verið nefnt og þarf að nefna.“

Þannig skrifar einn af áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins, Viðar Guðjohnsen

lyfjafræðingur. Mogginn birtir grein Viðars.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hvað veldur þessari stöðu flokksins?

„Megin­á­stæðuna tel ég þó vera að full­trú­ar hafa misst sjón­ar á stóra sam­heng­inu; hvað það er sem sam­ein­ar okk­ur und­ir hinum fal­lega fána, hvers vegna land­náms­menn sett­ust hér að, á hvaða óumsemj­an­legu gild­um Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var stofnaður, hvers vegna fálk­inn varð fyr­ir val­inu sem kenni­merki okk­ar sjálf­stæðismanna, hvers vegna Val­höll – sem byggð var af flokks­mönn­um – er þar sem hún er, af hverju flest­ar flokksein­ing­ar bera nöfn úr goðafræðinni þótt flokk­ur­inn hafi í alla tíð haldið vörð um kirkju­skip­an lands­ins, af hverju for­ystu­menn flokks­ins fyrr­um börðust fyr­ir eign­ar­haldi hins op­in­bera á orku­ver­um eða að aðeins ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar gætu keypt hér fast­eign­ir.“

Ert nokkru við a bæta?

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var nefni­lega ekki bara stofnaður sem stjórn­mála­flokk­ur. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var stofnaður sem órjúf­an­leg­ur hluti af sál þjóðar­inn­ar.“

Sem fyrr segir er greinin hér byggð á langri grein Viðars sem er að finna í Mogganum í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: