- Advertisement -

Skatta-Bjarni stekkur af stað

Án þess að fletta upp kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu, fyrir þar síðustu kosningar og svo áfram, rekur mig ekki minni til að þar hafi verið lofað skattahækkunum.

Vegir landsins minna flestir á heimtraðir að eyðibýlum. Svo ömurlegt er það nú. Búið er að lofa stórátaki. Fátt ber þess merki að staðið verði við það. Nú er hún góða staða ríkissjóðs alls ekki svo góð. Hinn skattaglaði fjármálaráðherra sagði í samtali við rúv:

„Það eru bara tveir valkostir þarna, það er að láta meiri háttar stærri framkvæmdir bíða eða flýta þeim og fjármagna þær sérstaklega.“

Í fréttinni kemur fram að Bjarni innheimti 44 milljarða í fyrra, milljarða sem eiga að fara í samgöngubætur. Hann hins vegar hélt helmingnum eftir og úr varð að aðeins 22 milljarðar runnu til samgöngubóta. Það er hvorki sanngjarnt né heiðarlegt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni var spurður hvort ekki sé rétt að nýta betur skattfé vegna vegamála.

Svar Bjarna gat ekki verið Bjarnalegra. Hreint moð:

„Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvað átt er við þegar menn tala um skattfé vegna vegamála. Það er tiltekið hlutfall gjalda vegna umferðar sem rennur til vegamála. Ef menn vilja fara í uppgjör á því langt aftur í tímann þá er nú mjög auðvelt að sjá að ríkið hefur varið fjármunum sem eru langt umfram það eyrnamerkta hlutfall í samgöngumál í landinu en mér finnst það í sjálfu sér ekki skipta máli. Aðalatriðið er hver er staða vegakerfisins, hver þörfin er.“

Nú þarf Skatta-Bjarni að birta uppgjörið sem hann talar um. Enginn Íslendingur býr yfir betri upplýsingum um hvort skattborgarar skuldi ríkissjóði vegna vegaframkvæmda á síðustu árum, eða ekki.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: