- Advertisement -

Stjórnarþingmenn fóru á límingunum

Þorsteinn Víglundsson.

Nokkrir stjórnarþingmenn fóru á límingunum yfir einfaldri skýrslubeiðni til Sjávarútvegsráðherra um samanburð á veiðigjöldum Samherja hér á landi og í Namibíu. Fundu þau skýrslubeiðninni allt til foráttu, hún væri lýðskrum, loddaraskapur og þar að auki væri ekki réttu spurninganna spurt.

Þetta skrifar Þorsteinn Víglundsson á Facebook.

Spurningin er hvaða hagsmuna þessir stjórnarþingmennirnir eru að gæta með þessu framferði sínu? Hér er beðið um einfaldan samanburð sem almenningur hefur fullan rétt á að fá að vita eftir fréttaflutning af Samherjaskjölunum. Þar kemur m.a. fram að greiðslur félagsins fyrir veiðiheimildir í Namibíu séu tvöfalt hærri en hér á landi. Gott væri að fá skýr svör um hvort það sé rétt.

Af viðbrögðunum að dæma er augljóst að þessi skýrslubeiðni snerti einhvern auman blett hjá ríkisstjórninni því umræddir stjórnarþingmenn mega greinilega ekki til þess hugsa að almenningur sé upplýstur um þetta einfalda mál. Hér er sérhagsmunagæslan algerlega grímulaus. Kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar litið er á hvaða stjórnmálaflokkar hljóta hæstu styrkina frá sjávarútveginum.Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: