- Advertisement -

Stórfyrirtæki hætta að borga þingmönnum

Í frétt í Mogganum í dag segir: „Nokkur stórfyrirtæki í Bandaríkjunum tilkynntu í gær og fyrrinótt að þau hygðust hætta að veita fjármagn til þeirra 147 þingmanna repúblíkana sem neituðu að staðfesta kjör Joes Biden, verðandi forseta, í kjölfar upphlaupsins í síðustu viku.“

Já, er það svo. Gera stórfyrirtæki út þingmenn þar vestra? Auðvitað vissum við það. Hvaða fyrirtæki eru þetta:

„Þar á meðal eru kortafyrirtækin American Express og Mastercard, fjarskiptafyrirtækið AT&T, Marriott-hótelkeðjan og Amazon. Þá hafa nokkur önnur fyrirtæki, þar á meðal Facebook, Coca-Cola og Goldman Sachs, tilkynnt að þau hafi alfarið stöðvað fjárveitingar sínar til stjórnmálamanna í bili, og að meta þurfi stöðuna vel,“ segir í Moggafréttinni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Borga þau fyrir hraða og dýrmæta þjónustu þingmanna?

Má vera að hér á landi tíðkist að stórfyrirtæki, og kannski önnur minni, komi peningum í vasa þingmanna. Hér er lítið sýnishorn úr leiðara þessa sama blaðs.

„Við fjárlagagerðina kom kvörtun úr Efstaleiti og það voru umsvifalaust reiddar fram 400 milljónir aukalega. Ég man ekki eftir annarri stofnun sem hefur fengið slíkar trakteringar. Ég tel að ýmislegt hafi gengið á sem ekki er fullrætt,“ sagði Þorsteinn.

Það er Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins sem vitnað er til. Varla borgar Ríkisútvarpið þingmönnum fyrir greiðann. En hvað með önnur fyrirtæki? Borga þau fyrir hraða og dýrmæta þjónustu þingmanna? Getur það verið?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: